17.2.2009 | 13:04
Er verið að gera grín að okkur ??
Þetta útspil Tryggva í kastljósi í gær vekur nokkra furðu. Einn daginn er þjóðinni sagt að skuldirnar séu algerlega óviðráðanlegar og landið sé gjaldþrota og svo kemur Tryggvi og segir að þetta sé allt misskilningur og við skuldum lítið og ráðum alveg við ástandið. Maður spyr sig hvað sé í gangi?
Er verið að spauga með okkur og gera grín að Íslensku þjóðinni? Mér finnst að þetta sé það alvarlegt mál að koma með svona upplýsingar ef þær eru rangar og kastljós verði strax í kvöld að draga fram annann hagfræðing og fá hans álit ,helst einhvern ráðamann því við verðum að fá að vita hver staðan raunverulega er
Hreinar skuldir ríkisins 465 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sæmundur Ágúst Óskarsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning hversu mikið sé hægt að taka mark á ráðgjafa síðustu ríkisstjórnar í peningamálum. Hann var nú ekki beint sannspár þegar kom að því að sjá fyrir allt þetta vesen sem við erum í núna.
Björn Júlíus Grímsson, 17.2.2009 kl. 13:23
Eiginlega fannst manni nú að Sigmar skyti hann niður af fluginu þegar hann minnti hann á að hann hefði aftekið með öllu rétt fyrir bankahrunið, að svo gæti farið. Því miður er þetta tóm della í manninum, það eru aðrir og meiri hagfræðingar búnir að tæta þetta í sundur í dag.
Sancho (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:30
Þarna er verið bara að sýna það svart á hvítu ástand þessarar þjóðar. Þjóðin kaupir allt það sema ð fjölmiðlar segja, ef að fréttirnar eru nógu slæmar og nógu svakalegar. Því miður þjóðin er bara ekki klárari í kollinum en þetta.
Og Björn, þú manst væntanlega ekki en þessi sami maður og kemur fram núna var látinn fara, löngu áður en hrunið skall á.
Og hversu margir spáðu því fyrir 8-10 mánuðum, þegar að það kannski var möguleiki að gera eitthvað, að framundan væri ein mesta bankakreppa síðan 1929? Endilega nefndu mér þá menn. Þeir hafa þá þurft að vera miðlar en ekki hagfræðingar.
Jóhann Pétur Pétursson, 17.2.2009 kl. 13:32
Hei, ég trúi ekki öllu sem fjölmiðlar segja, Jóhann Pétur, og það gerir áreiðanlega ekki helmingur þjóðarinnar...veit ekki með hinn helminginn !!
TARA, 19.2.2009 kl. 23:01
Ég veit það ekki. Ég held því fram og ég til mig hafa nokkuð til míns máls, að lýðræðislegri umræðu sé í raun stjórnað af fjölmiðlum í þessu landi. Oftar en ekki þegar maður rökræðir við fólk þá heyrir maður nánast alltaf, en þetta blað sagði þetta eða í Kastljósinu í gær var sagt... Það sem að Íslendinga skortir er gagnrýnin hugsun, að við tökum ekki öllu því sem gefnu sem að er sagt í fjölmiðlum. Þökk sé þessum skorti á gagnrýninni hugsun hjá þjóðinni held ég hafi orðið til vald hér á Íslandi sem að sé orðið geysilega sterkt, fjórða valdið svokallaða, og ég held að það kæmi virkilega á óvart hvað fjölmiðlar landsins stjórna miklu varðandi skoðanir þjóðarinnar.
Jóhann Pétur Pétursson, 20.2.2009 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.