Færsluflokkur: Bloggar

Björgunarafrek

Það er alveg ljóst að Norska björgunarsveitin hefur unnið mikið afrek þegar tókst að bjarga þeim eina sem komst af í þessu slysi

Til Hamingju RUV!!!!

En og aftur kemur ráðherra í viðtal hjá RUV og fær drottningarviðtal

Jóhanna var ekki spurð um fólksflóttann né skuldavandann, þessi mál sem eru brýnust að leysa.

Af hverju er þetta svona?


Firring forsætisráðherra

Ég veit satt best ekki hvað er á seiði í kollinum á forsætisráðherra þegar hún segir upp í opið geðið á þjóðinni að fólksflutningar séu ekki meiri en í meðaðári. Hvernig fær konan þetta út þegar allar tölur vísa í aðra átt. Þetta sýnir ótrúlegan hroka og lítilsvirðingu. Og ekki bætti úr að fréttamaðurinn sem spurði (RUV) kom henni upp með þetta án þess að krefjast nánari skýringa. Og maður spyr sig hvað með öll önnur mál þegar firringin er svona mikil að sjá ekki ,eða neita að horfast í augu við raunveruleikann., s.s. skuldavandann sem er að sliga þjóðina. Mér var gjörsamlega ofboðið að heyra þetta lélega viðtal á Ruv.


Hrunstjórnin

Það virðist einhvernvegin alltaf gleymast að Samfylkingin var í hrunstjórninni, af hverju er það?

Sævar og Geirfinnsmálið

Nú er einn aðal sakborningurinn í Geirfinnsmálinu fallinn frá án þess að fá því framgengt að málið verði tekið upp að nýju. Hæstiréttur hafði ekki kjark eða getu til þess á sínum tíma og þrátt fyrir strögl þá hefur málið aldrei verið skoðað af óháðum aðilum. Nú hafa verið skipaðar rannsókanrnefndir útaf hruninu,biskupi og ekki síst Breiðuvík. Á  Sævar Marinó  og þeir sem voru þátttakendur  í þessu máli ekki  rétt á því að nú verið skipuð rannsóknarnefnd til að  reyna að komast til botns í hvað gerðist við rannsóknina og afleiðingar hennar.

Þetta mál er búið að vera í all of miklum vafa allt frá því að það hófst til að réttlætanlegt sé að láta kyrrt liggja og alveg ljóst að margir eiga um sárt að binda vegna þessa alls.


Kastljósviðtal og Steingrímur

Í kastljósi í gær var Steingrímur fyrir svörum og satt best að segja var ekkert sem kom út  úr þessum umræðum og Steingrímur komst létt frá  þessu enda var hann ekki spurður út í t.d bankamálin sem er í raun  ótrúlegt  af fréttamanninum. Steingrímur kjaftaði sig frá öllum þessum ( fáu) spurningum og fór létt með. Af hverju er maðurinn ekki spurður rækilega hvað gerðist þegar hann gaf frá sér bankana til erlendra vogunarsjóða og fór þá algerlega á svig við kosningloforðin. Af hverju var hann ekki spurður um ESB? Eru fréttamenn Ruv. Svona slappir eða hvað?


Af hverju þegja fjölmiðlar???????

Af hverju hafa fjölmiðlar ekki fjallað meira um skýrslu vegna "Endurreisnar" bankana? Ég hef bara heyrt umfjöllum um þetta á rás 2 í gær(mjög góða) en ekkert meira. Hafa fjölmiðlar engan áhuga á þessum risa skandal  ríkisstjórnarinnar?


Einkavæðing bankana hin síðari

Nú hefur skýrsla um endurreisn bankana litið dagsins ljós og þar er ansi margt forvitnilegt sem kemur í ljós. Það er alveg augljóst að stjórnvöld verða að útskýra fjölmargt fyrir þjóðinni og reyndar eru hlutir í þessaru skýrslu svo makalausir að manni fallast nánast hendur. Svo virðist að það tækifæri sem stjórnin fékk í hendurnar til að leiðrétta og lagfæra skuldir heimila og fyrirtækja hafi algerlega klúðrast. Þessi ríkisstjórn sem var með það fremst á stefnuskrá að slá skjaldborg um heimilin virðist hafa svikið algerlega þá stefnu og ég held satt að segja að mönnum sé alveg ofboðið við lestur þessarar skýrslu. Steingrímur verður að útskýra þetta fyrir þjóðinni hvað eiginlega gekk á og af hverju þau jóhanna  gengu svona hressilega á bak orða sinna


Þrælslund lántaka

Nú er þessi lánadans byrjaður að nýju,boðin verðtryggð lán á háum vöxtum og nú er leitað til þeirra sem ekki keyptu fyrir hrun. s.s. það er verið að leita að sálum sem eru tilbúnir í ævilanga gíslingu verðbóta og vaxta.
mbl.is Fagnar nýjum fasteignalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sæmundur Ágúst Óskarsson

Höfundur

Sæmundur Ágúst Óskarsson
Sæmundur Ágúst Óskarsson

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband